Lífið

Bálreið Ásdís Rán segir Söru Heimis enga IceQueen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara Heimisdóttir er nokkuð fyrirferðamikil í vaxtaræktarbransanum í Bandaríkjunum.
Sara Heimisdóttir er nokkuð fyrirferðamikil í vaxtaræktarbransanum í Bandaríkjunum.
„Mig langaði að staðfesta það að ég á nú einkaleyfi á nafninu IceQueen.“

Svona hefst stöðufærslu frá athafnarkonunni Ásdísi Rán á Facebook en þar greinir hún frá að hún hafi skráð vörumerkið IceQueen á sitt nafn.

„Það eru kannski margir sem halda að ég hafi átt það fyrir en einhvern veginn fannst mér ég ekki þurfa að sækja um það löglega þar sem ég bjóst ekki við því að einhver mundi reyna að nýta sér það eða koma sér á framfæri með svona þekktu og sérstöku nafni sem ég hef átt og notað í yfir 20 ár, og verið með margar vörulínur undir.“

Hún segir að undanfarið hafi borið á því að stúlkur hafa verið að nota nafnið og þar á meðal ein sem hefur verið iðinn við að kalla sig Icequeen í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og er nú líka byrjuð að nota nafnið undir sína hönnun by Icequeen.

Ásdís Rán staðfestir í samtali við Fréttablaðið  að umrædd ísdrottning sé sjálf fitnesskonan Sara Heimisdóttir. Sara, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil, vakti fyrst athygli þegar hún gekk í það heilaga með Rich Piana sem lést fyrir ekki svo löngu.

Sara Heimisdóttir heitir til að mynda Sara Ice Queen á Instagram eins og sjá má hér. 

„Mér finnst þetta virkilega leim og kjánalegt að einhver skuli gera svona og ekki getað fundið sitt eigið nafn og byggt það upp í staðinn fyrir að stela vörumerki sem ég hef lagt yfir 20 ára vinnu í. En svona getur fólk verið ósvífið. Ég vil allavega koma þessu á framfæri og vil biðja þá sem eru að nýta sér nafnið á einhvern hátt að hætta því strax vinsamlegast.“

Óvíst um áhrif

Óvíst er hvaða áhrif skrásetning vörumerkisins Icequeen hér á landi mun hafa á samkeppni Ásdísar og Söru þegar kemur að icequeen titlinum.

Skráning vörumerkja eru alltaf svæðisbundin þannig að það myndast ekki sjálfkrafa réttur á vörumerki í öðru landi þó það sé skráð í einu. Hins vegar getur skráning vörumerkisins í einu landi gefið þér 6 mánaða forgangsrétt á skráningu annars staðar, segir á heimasíðu Einkaleyfastofunnar.

Samkvæmt því ætti skráning á Icequeen á Íslandi ekki að geta haft mikil áhrif utan landsteinanna, nema Ásdís Rán taki sig til og sæki um skráningu í öðrum löndum.

Skráningin gæti þó hjálpað Ásdísi í baráttu fyrir titlinum á Instagram þar sem skráning vörumerkis gæti hjálpað í baráttu fyrir skráningu á samfélagsmiðlinum. Sara er með 122 þúsund fylgjendur á miðlinum og Ásdís Rán 7500.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×