Viðskipti erlent

Fær­eyskur veitinga­staður fær sína aðra Michelin-stjörnu

Atli Ísleifsson skrifar
Veitingastaðurinn Koks er að finna við Leynavatn.
Veitingastaðurinn Koks er að finna við Leynavatn. Michelin

Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu.

Koks var árið 2017 fyrsti veitingastaðurinn í Færeyjum til að hljóta Michelin-stjörnu, sama ár og Dill varð fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu. Nú hefur nú önnur stjarna bæst við hjá Koks.

Um er að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá, en tilkynnt var um Michelin-stjörnur til veitingastaða á Norðurlöngum í Árósum í kvöld.

Veitingastaðurinn Koks er að finna við Leynavatn á miðri Straumey. Staðurinn leggur áherslu á sjávarrétti og er yfirkokkur Koks Poul Andrias Ziska.



KOKS -The Faroe Islands from KOKS Restaurant on Vimeo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×