Viðskipti innlent

Lítur ekki á stjörnu­missinn sem ein­hvern heims­endi

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Ágústsson er framkvæmdastjóri Dill Restaurant. Myndin er tekin á Kex Hostel.
Ólafur Ágústsson er framkvæmdastjóri Dill Restaurant. Myndin er tekin á Kex Hostel. Fréttablaðið/Stefán

Ólafur Ágústsson, framkvæmdastjóri Dill Restaurant, segist ekki líta á það að staðurinn hafi verið sviptur Michelin-stjörnu sem einhvern heimsendi.

„Við ætlum við að nýta þetta móment, fara aftur í blokkirnar, tala okkur saman og koma sterkari til baka. Við ætlum að halda áfram að elda framúrskarandi mat fyrir gestina okkar og treysta á það að Michelin komi aftur í heimsókn og verði þá ánægður gestur hjá okkur,“ segir Ólafur.

Greint var frá því í Árósum í Danmörku fyrr í kvöld að Dill hafi ekki fengið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019, en staðurinn varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu.

Kom aftan að Dill-fólki

Ólafur kveðst stoltur af staðnum og segir þetta hafa verið mjög góðan tíma frá því að veitingastaðurinn tók við Michelin-stjörnunni. Við erum afskaplega stolt af því hvernig þetta hefur verið síðan við fengum stjörnuna fyrst á Íslandi og höfum lagt afskaplega mikið á okkur í gegnum tíðina til að passa upp á gesti og elda fyrir gestina okkar.

Ég verð samt að viðurkenna að við erum hissa, þetta kom pínu aftan að okkur að við skyldum ekki halda henni í ár þar sem við höfum lagt mjög hart að okkur,“ segir Ólafur.

Hann segir starfsfólk Dill Restaurant þó mjög ánægt með að Michelin sé enn í borginni. „Nú fékk Skál! Bib Gourmand viðurkenningu sem er frábært og allt svona styrkir matarkúltúrinn í borginni,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×