Enski boltinn

Pogba: Solskjær tók við starfinu því að hann getur þetta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Solskjær glaðir í bragði í kvöld.
Pogba og Solskjær glaðir í bragði í kvöld. vísir/getty
Paul Pogba var allt í öllu er Manchester United sló út Chelsea í enska bikarnum í kvöld en með sigrinum er United komið í átta liða úrslitin þar sem liðið mætir Wolves á útivelli.

Pogba skoraði eitt og lagði upp annað í 2-0 sigrinum í kvöld og var magnaður á miðjunni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik United, gegn PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.

„Þetta var fallegur sigur. Þetta var frábær frammistaða hjá öllu liðinu. Þetta var ekki auðvelt en við kláruðum þetta og við erum ánægðir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Paul Pogba.

„Liðið hjálpaði mér að ná mínu bestu. Ég gef allt mitt og þeir hjálpa mér að skora og leggja upp mörk. Við erum að njóta þess að spila saman.“

„Við erum Manchester United. Við spilum til þess að vinna bikara. Solskjær tók við þessu starfi því hann getur þetta. Hann treystir okkur og við treystum honum,“ sagði Frakkinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×