Enski boltinn

Sarri hefur engar áhyggjur af því hvort hann verði rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sarri tekur því sem kemur.
Sarri tekur því sem kemur. vísir/getty
Heitasta sætið í enska boltanum í dag er stjórasætið hjá Chelsea en það hreinlega logar undir stjóranum, Maurizio Sarri, eftir tapið gegn Man. Utd í bikarnum í gær.

Stuðningsmenn Chelsea hafa fengið nóg af Sarri og sungu að hann vissi ekkert hvað hann væri að gera sem og „Fuck Sarri ball“. Þetta var ný reynsla fyrir Sarri.

„Það er alltaf eitthvað nýtt í lífinu. Ég hef samt meiri áhyggjur af úrslitum liðsins en stuðningsmönnunum. Ég skil samt að þeir séu súrir því það er ekki gott að vera úr leik,“ sagði Sarri.

„Við spiluðum ruglingslegan fótbolta í síðari hálfleik en mér fannst fyrri hálfleikur í lagi.“

Þrátt fyrir mikla pressu þá segist Sarri ekki hafa áhyggjur af starfi sínu.

„Nei, ég hafði bara áhyggjur þegar ég var að þjálfa í 2. deildinni á Ítalíu. Ég hef engar áhyggjur núna. Það er ekki mitt vandamál. Mitt vandamál er að vinna með leikmönnum liðsins og fá þá til að bæta sig,“ sagði Sarri en telur hann sig enn hafa trú leikmanna?

„Ég held það. Ég er ekki viss en ég held það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×