Enski boltinn

Hrósar United-stuðnings­mönnunum sem voru bak við markið á Brúnni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ekki leiðinlegt að vera stuðningsmaður Manchester United á Stamford Bridge í gær.
Það var ekki leiðinlegt að vera stuðningsmaður Manchester United á Stamford Bridge í gær. Getty/Harriet Lander
Michael Carrick, aðstoðarþjálfari Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, var mjög ánægður með stuðningsmenn liðsins sem fylgdu United mönnum til London í gær. Hann var ekki sá eini úr herbúðum United sem var í skýjunum með stuðninginn.

Manchester United tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins með því að vinna 2-0 útisigur á ríkjandi bikarmeisturum Chelsea.

Sjónvarpsvélarnar voru duglegar að sýna harða stuðningsmenn Manchester United sem létu vel í sér heyra á leiknum. Þeir fögnuðu vel og sérstaklega þegar Ander Herrera og Paul Pogba skoruði mörk liðsins.

Michael Carrick fór inn á Twitter í dag og þakkaði þessum stuðningsmönnum Manchester United fyrir framlag þeirra á Brúnni í gær.





„Til hvers einasta af þeim sem voru fyrir aftan markið í gær. Þið voruð á fullu allt frá byrjun til enda. Hávaðinn og orkan voru ótrúleg. Ég hefði elskað það að vera þarna sjálfur. Takk fyrir. Þurfum sama stuðning á sunnudaginn,“ skrifaði Michael Carrick á Twitter.

Manchester United tekur einmitt á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur.

Það þarf væntanlega ekkert að pína fyrrnefnda stuðningsmenn United liðsins til að mæta á þann leik sem getur haft mikil áhrif á baráttu Liverpool fyrir því að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár.

Það má líka búast við því að einhverjir þessarar stuðningsmanna hafi mætt á Wembley síðasta vor þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester United í bikarúrslitaleiknum. Hefndin var örugglega sæt fyrir þá í gærkvöldi.

Juan Mata hrósaði líka umræddum stuðningsmönnum eins og sjá má hér fyrir neðan en Mata átti flottan leik inn á miðju Manchester United á móti sínum gömlu félögum í Chelsea liðinu.





Ole Gunnar Solskjær talað líka um hversu United nýtur góðs af því að hafa svona stuðningsmenn í útileikjum sínum. Solskjær talaði um bestu stuðningsmenn í heimi í viðtalinu hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×