Enski boltinn

Wenger fékk óvænta kveðju frá Jose Mourinho í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger og Jose Mourinho voru ekki alveg eins sáttir á þessari stundu.
Arsene Wenger og Jose Mourinho voru ekki alveg eins sáttir á þessari stundu. Getty/David Price
Arsene Wenger var heiðraður sérstaklega á Laureus verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en hann fékk fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt í knattspyrnuheiminum eða svokölluð „Lifetime Achievement“ verðlaun.

Jose Mourinho og Arsene Wenger voru aldrei miklir vinir þegar þeir mættust margoft með lið sín í ensku úrvalsdeildinni og því kom kveðja frá Portúgalanum mörgum á óvart.

Mourinho mætti reyndar ekki á staðinn en hafði tekið upp kveðju til franska knattspyrnustjórans og hún var spiluðu um leið og Wenger fékk verðlaun sín.





Jose Mourinho talaði um Arsene Wenger þar sem einn af bestu knattspyrnustjórum sögunnar sem er mikið hrós. Hann sagðist líka alltaf hafa borið mikla virðingu fyrir störfum Wenger.

Wenger viðurkenndi að þetta hefði komið sér á óvart.

„Þetta var óvænt, já, af því því að við höfum marga góða hildi háð. Tíminn friðar samt alltaf öll mál,“ sagði Arsene Wenger.

Aðrir sem sendu Wenger kveðjur voru menn eins og Cesc Fabregas, Patrick Vieira, Lee Dixon og David Dein.

Arsene Wenger hætti með lið Arsenal síðasta vor eftir næstum því 22 ára starf en hann tók við Arsenal í byrjun október 1996. Hann hafði áður verið stjóri frönsku liðanna Nancy og Mónakó sem og starfað í eitt ár hjá japanska félaginu Nagoya Grampus Eight.

Undir stjórn Arsene Wenger vann Arsenal tíu stóra titla en liðið vann ensku deildina í þrígang og enska bikarinn sjö sinnum. Arsenal vann líka samfélagskjöldinn sjö sinnum í tíð Wenger.

Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir stjórn Arsene Wenger eða tímabilin 1997-98 og 2001-02. Hann skrifaði líka söguna sem stjóri Arsenal tímabilið 2003-04 en liðið fór þá ósigrað í gegnum allt mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×