Innlent

Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjármálaráðherra kynnir tillögur að breytingum á skattkerfinu klukkan 17.
Fjármálaráðherra kynnir tillögur að breytingum á skattkerfinu klukkan 17. vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þau Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, hafa í dag fundað með aðilum vinnumarkaðarins um tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til að liðka fyrir kjarasamningum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Tillögurnar fela meðal annars í sér skattkerfisbreytingar og hvernig bregðast má við framboðsskorti á húsnæðismarkaði.

Formenn félaganna fjögurra sem sitja nú við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt Samtökum atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu skömmu eftir klukkan þrjú í dag þar sem þau lýstu yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði aftur á móti í samtali við Vísi í dag að hann teldi tillögur ríkisstjórnarinnar raunsæjar og ábyrgar.

Klippa: Endur­skoðun skatt­kerfis - Blaða­manna­fundur



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×