Erlent

Dóttir Obama sögð hafa kallað Trump illan á leynilegri Facebook-síðu

Sylvía Hall skrifar
Malia Obama er á sínu öðru ári við Harvard háskóla.
Malia Obama er á sínu öðru ári við Harvard háskóla. Vísir/Getty
Malia Obama, eldri dóttir fyrrum forsetahjóna Bandaríkjanna, birti mynd á leynilegri Facebook-síðu sem talin er vera í eigu hennar árið 2017 þar sem hún segir það vera óeðlilegt að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna, hann sé illur og fólk eigi ekki að vera meðvirkt. 

Á mynd sem Daily Mail birtir af Facebook-síðunni má sjá bleika post-it miða þar sem forsetadóttirin er sögð hafa skrifað gagnrýni á núverandi Bandaríkjaforseta og hengt þá á eldhúshillu. Síðan hefur ekki verið virk frá árinu 2017 og var hún undir dulnefni svo ekkert hefur fengið staðfest um hvort síðan sé raunverulega í eigu Obama

Á meðal þeirra sem skrifa athugasemd við myndina er Finnegan Biden, barnabarn varaforseta ObamaJoe Biden

Daily Mail/Facebook
Á síðunni má einnig finna myndir af Obama með vinum sínum sem og stöðuuppfærslur þar sem hún tjáir sig um málefni sem liggja henni á hjarta, til að mynda breytingar á byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þá deildi hún undirskriftalista þess efnis í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas þann 1. október þar sem 59 manns létu lífið. 


Tengdar fréttir

Eldri dóttir Barack Obama í tónlistarmyndbandi

Malia Obama er í nýju tónlistarmyndbandi sem að hljómsveitin New Dakotas gaf út á dögunum. Maila er eldri dóttir Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Michelle Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×