Erlent

Myndi sætta sig við frestun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins.
Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins. Nordicphotos/AFP
Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið.

Brady stóð í vikunni fyrir breytingartillögu við áætlun um framhald Brexit-málsins sem breska þingið samþykkti. Í breytingunni felst að þingið krefst þess að umdeild varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærunum við Írland verði fjarlægð úr samningi Theresu May forsætisráðherra við ESB.

Þingið hafnaði samningnum í upprunalegri mynd fyrr í mánuðinum á afgerandi hátt og var ráðstöfunin eitt helsta vandamálið í augum þingheims.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað hafnað því að fresta útgöngudegi. Hefur May til að mynda sagt að þingið verði að framfylgja kröfunni sem þjóðin setti fram í atkvæðagreiðslunni 2016. Stutt er hins vegar í útgöngudag, sem er 29. mars, og óvíst hvort samkomulag náist fyrir þann tíma.




Tengdar fréttir

Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB

Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar.

May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja

Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×