Körfubolti

Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes og Kristófer á góðri stundu.
Hannes og Kristófer á góðri stundu. vísir/vilhelm
Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox.

„Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær.

„Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

„Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“

Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag.

„Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“





Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð.

„Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við.

„Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“

Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra.

„Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×