Lífið

Hægt að vinna tón­leika­miða fyrir lífs­tíð í vegan-á­skorun Beyoncé og Jay-Z

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé og Jay-Z hvetja aðdáendur sína til að draga úr neyslu á dýraafurðum.
Beyoncé og Jay-Z hvetja aðdáendur sína til að draga úr neyslu á dýraafurðum. vísir/epa
Aðdáendur hjónanna og tónlistarfólksins Beyoncé og Jay-Z geta unnið tónleikamiða fyrir lífstíð ef þeir heita því að gerast vegan.

Hjónin tilkynntu um þessa nýju keppni í tengslum við svokallað Greenprint Project sem hefur það að markmiði að bæta umhverfið með því að fólk borði engar dýraafurðir.

Samkvæmt frétt á vef tímaritsins Billboard þurfa aðdáendur ekki að verða algjörlega vegan til að taka þátt í keppninni. Þeir geta til dæmis tekið út dýraafurðir á mánudögum eða reynt að borða vegan-morgunmat.

Beyoncé auglýsti keppnina á Instagram-síðu sinni í gær en einn heppinn aðdáandi mun svo vinna fría tónleikamiða hjá hjónunum fyrir lífstíð.

Hægt er að skrá sig í keppnina til 22. apríl og taka þátt í áskoruninni en því miður fyrir íslenska aðdáendur er hún aðeins opin bandarískum ríkisborgurum að því er fram kemur í frétt Guardian.




Tengdar fréttir

Við étum alltof mikið af þessu kjaftæði

Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca hefur tekið veganúar föstum tökum og segir það ekki mikið mál að breyta til á þennan hátt enda fær í taílenskri og indverskri matargerð.

Vegan í CrossFit

Árni Björn Kristjánsson, stöðvarstjóri hjá CrossFit XY, er vegan og kann því vel. Hann segir marga halda að veganismi og CrossFit fari ekki saman en hann hefur reynt hið gagnstæða á eigin skinni.

Fyrsta vegan tískuvikan

Tískuvikurnar í New York, London, Mílanó og París eru heimsþekktar. Í ár bætist skemmtileg nýjung í hóp tískuviknanna þegar fyrsta vegan tískuvikan verður haldin í Los Angels í febrúar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×