Erlent

Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið

Samúel Karl Ólason skrifar
Cory Booker.
Cory Booker. AP/Alex Brandon
Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. Booker er þingmaður Demókrataflokksins fyrir New Jersey en starfaði áður sem borgarstjóri Newark. Útlit er fyrir að fjölmargir Demókratar muni kljást í forvali flokksins í aðdraganda kosninganna.

Booker er 49 ára gamall og hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að setjast að í Hvíta húsinu. Hann mun fara í viðtöl við fjölmiðla ytra í dag og segja frekar frá ætlunum sínum.

Samkvæmt heimildum Politco ætlar Booker að keyra á ást og sameiningu meðal Bandaríkjanna og þar að auki ætlar hann að kynna sig sem forseta sem væri tilbúinn til að vinna með Repúblikönum. Hann ætlar ekki að taka við styrkjum frá stórum fyrirtækjum eða sjóðum.



Slagorð Booker, samkvæmt Philly.com, verður: „Together, America, we will rise“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×