Handbolti

Sjáðu fyrsta þáttinn af Seinni bylgjunni á árinu 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skjámynd/Stöð 2 Sport
Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni fóru yfir annan hlutann af Olís deild kvenna í handbolta í gær en þar voru teknar fyrir umferðir átta til fjórtán.

Þetta var fyrsti þátturinn af Seinni bylgjunni á árinu 2019 en Olís deild karla fer af stað um helgina og verður annar þáttur strax á mánudaginn.

Tómas fékk Þorgerði Önnu Atladóttur og Ásgeir Jónsson til sín í gær og var farið yfir gang mála í Olís deild kvenna í vetur en liðin hafa nú öll mæst tvisvar sinnum.

Þar reyna þau að svara spurningunum um hvort Valur eða Fram verði deildarmeistari, hvort ÍBV komist aftur í gang á nýju ári og hvort Haukakonur ætli að vera með í toppbaráttunni. Svo má ekki gleyma fallbaráttu deildarinnar. Þetta og margt fleira var rætt í þessum öðrum uppgjörsþætti Olís deildar kvenna í vetur.

Þátturinn er nú aðgengilegur inn á Vísi og má sjá hann allan hér fyrir neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um annan hluta Olís deildar kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×