Viðskipti innlent

Vilja Heimavelli afskráða

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Innan við ár er síðan Heimavellir  komu í Kauphöllina.
Innan við ár er síðan Heimavellir komu í Kauphöllina. Fréttablaðið/Sigtryggur
Þrír af stærstu hluthöfum Heimavalla sem samtals eiga 18,93 prósenta hlut í íbúðaleigufélaginu hafa farið fram á að stjórn Heimavalla boði til hluthafafundar þar sem tillaga verði sett á dagskrá um að taka félagið af hlutabréfamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Heimavellir sendu Kauphöllinni síðdegis í gær.

Stjórn Heimavalla barst bréf frá þremur hluthöfum, Snæbóli, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, Gana, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar, og Klasa, sem er að mestu í eigu þeirra þriggja. Telja þau að vera hlutabréfanna í Kauphöllinni hafi ekki skilað væntum ávinningi.

Heimavellir er stærsta íbúðaleigufélag landsins með tæplega tvö þúsund íbúðir í rekstri. Það var skráð á aðallista Kauphallarinnar í maí fyrra. Vegið meðalgengi í hlutafjárútboði félagsins var þá 1,39 krónur á hlut en til samanburðar stóð gengi bréfanna í 1,19 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×