Innlent

Bloggsíða með sögum um áreitni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið í gær.
Jón Baldvin fyrir utan Útvarpshúsið í gær. Vísir/Vilhelm

„Þetta kemur náttúrlega í kjölfarið á því að hann þurfti endilega að vera að klípa Carmen í rassinn í sumar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna bloggsíðu sem opnuð verður í dag með frásögnum af meintri kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Guðrún Harðardóttir.

„Núna er rétti tíminn,“ segir Guðrún sem er systurdóttir eiginkonu Jóns. Hún er einn stjórnenda Facebook-hópsins #metoo Jón Baldvin Hannibalsson þar sem margar konur segja sögur af ósæmilegri hegðun sem Jón á að hafa sýnt í gegn um marga áratugi. Hún segir bloggsíðuna verða opnaða með yfirlýsingu og síðan fylgi frásagnir.



„Þetta eru um 20 sögur, mjög fjölbreyttar og mjög mismunandi, af því að þær gefa mjög skýra mynd af hegðun hans í gegn um árin og af alvarleika málsins,“ segir Guðrún.



Að sögn Guðrúnar verða sögurnar settar fram nafnlaust þótt staðfest sé í hópnum hver eigi hvaða frásögn. Áherslan eigi að vera á Jón en ekki tilfinningalíf fórnarlamba hans.



„Við nennum ekki að vinna við þetta alla ævi. Flestar okkar eru þegar búnar að vera í þessu stríði frá því við vorum tíu til fimmtán ára og við erum á öllum aldri.“



Aðeins þessi eina færsla verður sett á metoo-jonbaldvin.blog.is. „En metoo-síðan á Facebook mun lifa góðu lífi,“ segir Guðrún.


Tengdar fréttir

Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett

Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×