Handbolti

Elvar Örn semur við Skjern: Áfram lærisveinn Patreks

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar á HM í janúar.
Elvar á HM í janúar. vísir/epa
Elvar Örn Jónsson hefur skrifað undir samning við Skjern í Danmörku og mun því áfram leika undir stjórn Patreks Jóhannessonar en hann tekur við Skjern í sumar.

Skjern greindi frá þessu á heimasíðu sinni í morgun en þar segir félagið frá því að liðið sé búið að finna arftaka Tandra Má Konráðssonar sem fer frá Skjern í sumar.

Elvar Örn skrifar undir tveggja ára samning við dönsku meistarana en á síðunni er Elvari lýst sem leikmanni með „mikinn sprengikraft, góðar fintur og gegnumbrot.“

„Hann er leikmaður sem gefur allt fyrir liðið og hann kemur án nokkurs vafa til þess að passa fullkomnlega inn í Skjern-liðið,“ sagði Patrekur á heimasíðu Skjern.

„Hann er rosalegt efni og hefur sýnt það síðustu tvö ár í íslensku deildinni og í landsliðinu. Ég er sannfærður um að Elvar á framtíðina fyrir sér,“ bætti Patrekur við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×