Innlent

Reykjavík sveipuð dulúð í þokunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þokan setti svip sinn á Laugardalinn í morgun.
Þokan setti svip sinn á Laugardalinn í morgun. Vísir/Egill
Skyggnið í höfuðborginni var ekki mikið framan af morgni enda heilmikil þoka yfir borginni. Reykjavík er í vetrarlitunum eftir væna snjókomu í gær. Hiti í höfuðborginni verður rétt undir frostmarki í dag en tölurnar verða rauðar á morgun áður en frystir aftur.

Um hádegisbil birti svo til í borginni. Þokan á bak og burt.

Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofunnar, var á ferð með dróna í morgun og náði þessum fallegu myndum.

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Í tilkynningu frá borginni hefur styrkur efnisins verið hár undanfarna daga. 

„Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, gamli Kennó, og íbúðarhús í Hlíðunum.Vísir/Egill
Höfðatorg steig upp úr þokunni. Hallgrímskirkja er ekki áberandi sökum þoku.Vísir/Egill
Árekstur varð á Kringlumýrarbraut í morgun. Þar var þoka eins og annars staðar.Vísir/Egill
Himinn var fallegur í fjarska.Vísir/Egill
Grand Hótel í fjarska á Kringlumýrarbraut.Vísir/Egill
Bólstaðarhlíð í þoku.Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×