Handbolti

Lokaskotið: Rígurinn heldur liðunum á floti en það er búið að mýkjast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir gera upp umferðina.
Strákarnir gera upp umferðina. mynd/skjáskot/s2s
Olís-deild karla fór fram af stað aftur um helgina eftir langt HM-hlé og mikil spenna var í fyrstu umferðinni eftir fríið. Frábær umferð að baki.

Seinni bylgjan gerði umferðina upp í þætti sínum á mánudagskvöldið en þar fóru þeir Tómas Þór Þórðarson, Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson yfir umferðina.

Að lokum var auðvitað gripið í lokaskotið þar sem þrjú umræðuefni eru rædd. Í gær var farið yfir skref Elvar Jónssonar til Skjern og þar voru spekingarnir ekki sammála.

Næst var farið yfir gengi Íslandi á HM en Ísland endaði í ellefta sætinu og þar tók Jóhann Gunnar Einarsson við boltanum og ræddi gengi Ísland.

Að endingu var svo rædd um óvænt félagaskipti í janúar þar sem Leonharð Þorgeir Harðarson skipti milli erkifjéndanna; úr Haukum í FH.

„Rígurinn heldur þessum liðum á floti en það er búið að mýkjast. Þetta er orðið aðeins meira “professional“. Þetta var svo rosalega mikið hatur og samkeppni,“ sagði Logi Geirsson.

„Þetta ýtti báðum liðum í Mekka og þetta er eitthvað sem verður alltaf en ég fagna þessu að liðin geta verið að deila leikmönnum. Auðvitað eiga liðin að hafa hag leikmanna í fyrsta sæti.“

Sjáðu innslagið í heild sinni hér að ofan.



Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×