Handbolti

Elías Már í Kórinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Elías Már eftir að hafa skrifað undir samninginn. mynd/hk
Elías Már Halldórsson hættir sem þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna eftir tímabilið og tekur við HK sem leikur í Grill 66-deildinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu HK í kvöld en þar segir að Elías skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Auk þess að taka við meistaraflokki karla hjá félaginu þá verður hann yfirþjálfari yngri flokka en Elías Már lék með HK á árum áður. Þetta verður hans fyrsta aðalþjálfara starf í karlaflokki.

Í tilkynningunni stendur einnig að HK mun kveðja Digranesið eftir tímabilið og færa heimavöll sinin yfir í Kórinn.

HK er sem stendur í fimmta sæti Grill 66-deildarinnar en mun alltaf fara að minnsta kosti í umspil um laust sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð vegna þess hve mörg U-lið eru í Grill-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×