Viðskipti innlent

Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/STEFÁN
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Þá segir í yfirlýsingu að samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8%.

„Þetta er um 1 prósentu minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember og gangi það eftir yrði það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Hægari vöxtur stafar einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur eru því á að spenna í þjóðarbúskapnum minnki hraðar en áður var talið,“ segir í yfirlýsingu.

Mun peningastefnan á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir ákvörðun og yfirlýsingu nefndarinnar á fundi klukkan 10 í Seðlabankanum. Streymt verður beint frá fundinum hér á Vísi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×