Innlent

Samgöngunefnd boðuð til fundar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bergþór Ólason.
Bergþór Ólason. vísir/vilhelm
Fundur hefst í umhverfis- og samgöngunefnd klukkan 9 í dag án þess að lausn hafi verið fundin á formannskrísu nefndarinnar. Samkvæmt dagskrá á að ræða starfið fram undan og önnur mál en búist er við að kosið verði um nýjan formann strax og fundur hefst.

Ekki liggur fyrir hvernig línurnar liggja í nefndinni og því ekki ljóst hvort hefur stuðning; Jón Gunnarsson eða Hanna Katrín Friðriksson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun að sögn fylgja minnihlutanum að málum en ekki er enn ljóst hvern Bergþór Ólason, formaður nefndarinnar, styður í formannssæti og ekki gefið að hann fylgi meirihlutanum þrátt fyrir að hafa staðið varaformannsembættið til boða.

Mikið mæðir á nefndarmönnum í dag því einnig á að ljúka umræðu um samgönguáætlun í þinginu í dag og greiða um hana atkvæði.


Tengdar fréttir

Stefnir í val milli Jóns og Hönnu

Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×