Handbolti

Alfreð byrjar á sigri eftir HM | Bjarki Már öflugur í óvæntu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð gat leyft sér að brosa í kvöld.
Alfreð gat leyft sér að brosa í kvöld. vísir/getty
Kiel byrjar vel eftir HM-fríið en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu fjögurra marka sigur á Göppingen í kvöld, 29-25, er þýska úrvalsdeildin fór af aftur af stað.

Kiel leiddi í hálfeik með fimm mörkum 17-12. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og eru því áfram í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Flensburg sem hafði betur gegn Wetzlar í kvöld.

Bjarki Már Elísson átti flottan leik fyrir Füchse Berlín sem tapaði nokkuð óvænt, 34-30, fyrir Lemgo á útivelli en Bjarki Már skoraði sex mörk. Hann var næst markahæsti leikmaður Füchse.

Markahæstur Füchse í kvöld var heimsmeistarinn Hans Lindberg með átta mörk. Füchse er því áfram í fimmta sætinu en Lemgo er í níunda sæti deildarinnar.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu nauman sigur á Hammarby, 28-26, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sävehof er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×