Körfubolti

LeBron með þrennu er Lakers kláraði Boston með flautukörfu | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lakers-menn fagna vel og innilega.
Lakers-menn fagna vel og innilega. vísir/getty
Los Angeles Lakers vann dramatískan sigur í stórveldaslagnum gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Lakers-menn unnu, 129-128, með flautukörfu um leið og leiktíminn rann út.

Rajon Rondo var hetjan en hann setti niður tveggja stiga stökkskot þegar að leiktíminn var að klárast við mikinn fögnuð samherja sinna en þögn sló á TD Garden í boston.

LeBron James fór á kostum í leiknum en hann náði þrennu með því að skora 28 stig, taka tólf fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Hann hitti úr fimm af tíu þriggja stiga körfum sínum.

Það er orðið ljóst að Anthony Davis kemur ekki til Lakers að svo stöddu frá New Orleans Pelicans og því gátu Lakers-menn einbeitt sér að því að spila körfubolta en þessi flautukarfa hefur ef til vill verið örlítil sárabót.

Í Oklahoma náði Russell Westbrook svo áttundu þrennunni sinni í röð er hann leitti Thunder til 117-95 sigurs gegn Memphis Grizzlies.

Westbrook skoraði 15 stig, tók fimmtán fráköst og gaf þrettán stoðsendingar en Paul George heldur áfram að spila eins og kóngur og skoraði 27 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers - LA Clippers 116-92

Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 122-112

Atlanta Hawks - Toronto Raptors 101-119

Boston Celtics - LA Lakers 128-129

OKC Thunder - Memphis Grizzlies 117-95

Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 127-118

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×