Íslenski boltinn

ÍTF fær fulltrúa í stjórn KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Haraldsson er núverandi formaður ÍTF.
Haraldur Haraldsson er núverandi formaður ÍTF. vísir/skjáskot
Lagabreytingatillögur stjórnar KSÍ voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag en meðal þess sem þær taka á að formaður Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í efstu deildum karla og kvenna, fær sæti í stjórn KSÍ.

Þetta hefur verið baráttumál ÍTF í langan tíma og meðal þess sem kom fram í máli Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, að þetta tengir betur störf stjórnarinnar við félögin sem um ræðir.

Áður voru níu í stjórn KSÍ en eru nú tíu. Tillöguna, sem er í skjali 7, má lesa alla á heimasíðu KSÍ.

Breytingarnar voru víðtækar, til að mynda er tekið á orðalagi um merki KSÍ og að félögin mega vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar um rétt og hagnýtingu á mótahaldi KSÍ, svo sem sjónvarpsrétti á leikjum ákveðinna deilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×