Handbolti

Kristianstad tapaði naumlega

Dagur Lárusson skrifar
Ólafur í leik með Íslandi.
Ólafur í leik með Íslandi. vísir/Epa
Kristianstad tapaði fyrir Vive Kielce á grátlegan máta í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þeir Ólafur og Teitur voru báðir í eldlínunni.

 

Fyrir leikinn var Kristianstad í sjötta sæti með fimm stig í riðlinum en Vive Kielce var með tólf stig ofar í riðlinum.

 

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og vor munurinn á liðinum nánast aldrei meir en eitt mark og var staðan 15-16 í hálfleiknum fyrir Vive.

 

Í seinni hálfleiknum voru liðsmenn Vive yfirleitt einu eða tveimur mörkum yfir og náðu þeir að halda því til leiksloka og voru lokatölur því 33-34.

 

Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad en hann var markahæsti maður liðsins. Teitur Örn skoraði tvö mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×