Innlent

85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin

Kristján Már Unnarsson skrifar
Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð, samkvæmt umferðartalningu Vegagerðarinnar.

Þótt þetta hlutfall sé í samræmi við spár taka Vegagerðarmenn fram að þær hafi verið gerðar þegar ekki lá fyrir nein gjaldskrá. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, segir of snemmt að segja til um hver reynslan verði, sumarið sé eftir og þá séu flestir bílar á ferð.

Athyglisvert er að umferðin um Vaðlaheiðargöng þennan fyrsta mánuð reyndist 2,2 prósentum meiri en öll umferð sem fór um Víkurskarð á sama tímabili í fyrra.


Tengdar fréttir

Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum

Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×