Sport

Conor: Ætlaði ekki að enda kvöldið á að lemja ættingja Khabib

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib hoppar hér úr búrinu eftir bardagann.
Khabib hoppar hér úr búrinu eftir bardagann. vísir/getty
Þau voru misjöfn viðbrögðin frá Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eftir að þeir voru dæmdir keppnisbann af íþróttadómstól Nevada í gær.

Conor fékk sex mánaða bann en Khabib níu mánuði sem verður stytt í sex ef hann sinnir smá samfélagsþjónustu. Þeir mega því berjast aftur í apríl. Conor fékk svo 50 þúsund dollara sekt fyrir sinn þátt í látunum eftir bardaga þeirra í október en Khabib þurfti að greiða 500 þúsund dollara.

Tveir liðsfélagar Khabib sem stukku inn í búrið og réðust á Conor voru dæmdir í eins árs bann og fengu sekt. Khabib ætlar að greiða þá sekt fyrir vini sína.

Conor tjáði sig um málið í morgun og sagðist vera þakklátur íþróttasambandi Nevada fyrir sanngjarna meðhöndlun á málinu. Hann sagði það ekki hafa verið ætlun sína að enda kvöldið á því að lemja ættingja Khabib. Það hafi bara spilast þannig.





Khabib var aftur á móti á samfélagsmiðlum er málið var tekið fyrir og gaf lítið fyrir það sem hann kallaði pólítík.





Hann birti svo mynd af sér sofandi í sófa og bað um að vera vakinn þegar þetta væri allt yfirstaðið.



 
 
 
View this post on Instagram
Разбудите меня, когда все это закончится. Wake me up, when it's all over.

A post shared by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on Jan 29, 2019 at 10:24am PST

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×