Körfubolti

Yfirlýsingin kostaði hann sex milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis.
Anthony Davis. Getty/Jonathan Bachman
Anthony Davis vill ekki framlengja samning sinn við New Orleans Pelicans og vildi að allir sem höfðu áhuga á þjónustu hans fengju að vita af því.

Það er hins vegar bannað að gefa út slíka yfirlýsingu samkvæmt reglum NBA-deildarinnar og þessi yfirlýsing Anthony Davis í gegnum umboðsmann sinn kostaði skildinginn.

NBA-deildin sektaði Anthony Davis um 50 þúsund dollara eða sex milljónir íslenskra króna.



Fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA-deildina eru aftur á móti ekki í vafa um það að Anthony Davis gerði sér fulla grein fyrir að væn sekt væri á leiðinni.

Davis vill losna frá New Orleans Pelicans og komast til liðs sem á möguleika á að vinna titilinn. Eins og sést hér fyrir neðan þá eru þetta ekki miklir peningar fyrir hann enda fær hann meira en 25,4 milljónir dollara í laun fyrir tímabilið eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna.





New Orleans Pelicans á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að komast í úrslitakeppnina á þessu tímabili en þetta er sjöunda tímabil Anthony Davis með New Orleans Pelicans liðinu.





Anthony Davis er einn besti stóri leikmaður NBA-deildarinnar og mörg félög eru örugglega til að gefa mikið til að fá hann til síns.

Davis er enn bara 25 ára gamall og hann er með 29,3 stig, 13,3 fráköst, 4,4 stoðsendingar og 2,6 varin skot að meðaltali í leik í vetur.

Davis hefur hækkað sig í stigum og fráköstum nánast á hverju tímabili frá því að hann var með 13,5 stig og 8,2 fráköst í leik á nýliðaárinu sínu. Í fyrra var hann með 28,1 stig og 11,1 fráköst í leik.  











NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×