Körfubolti

Besti mánuðurinn í NBA-deildinni síðan 1963

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Getty/Tim Warner
Janúarmánuður 2019 var betri hjá James Harden en sá besti á ferli Michael Jordan. Það þarf að fara næstum því 56 ár aftur í tímann til að finna betri mánuð hjá leikmanni í NBA-deildinni í körfubolta.

James Harden endaði janúar á því að skora 37 stig í nótt í tapi Houston Rockets á móti New Orleans Pelicans.

Harden klikkaði reyndar á 21 skoti í leiknum (34% skotnýting) en tókst engu að síður að ná yfir þrjátíu stigin í 24. leiknum í röð.

Harden skoraði þar með 43,6 stig að meðaltali í fjórtán leikjum sínum í fyrsta mánuði ársins sem er það mesta í einum mánuði síðan að Wilt Chamberlain skoraði 45,8 stig að meðaltali í mars 1963.





Harden skoraði alls 610 stig í mánuðinum en aðeins einn leikmaður hefur náð að skora 600 stig í einum mánuði á síðustu fjórum áratugum og það var enginn annar en Michael Jordan.

Jordan skoraði 676 stig í mars 1987 í 19 leikjum sem gera 35,6 stig að meðaltali í leik.





Harden kemst upp í sjöunda sætið yfir flest stig að meðaltali í einum mánuði og sá eini sem er fyrir ofan hann er umræddur Wilt Chamberlain. Til að komast á listann þurfa leikmenn að hafa spilað minnst tíu leiki í mánuðinum.











NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×