Viðskipti innlent

Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Verslunin hefur verið rekin í tólf ár. Myndin er þó ekki af útibúi Hagkaups í Borgarnesi.
Verslunin hefur verið rekin í tólf ár. Myndin er þó ekki af útibúi Hagkaups í Borgarnesi.
Leigusamningur Hagkaups í Borgarnesi rennur út í apríl næstkomandi og verður samningurinn ekki endurnýjaður. Verslunin, sem rekin hefur verið í húsnæðinu í tólf ár, mun því loka. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag.

Þar kemur einnig fram að afhending þeirra eigna sem Högum og Olís bar að selja samkvæmt sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið hefst 1. febrúar næstkomandi þegar verslun Bónus á Hallveigarstíg verður afhent. Búist er við því að afhendingu eigna sem Högum bar að selja verði lokið í mars en afhendingu eigna Olís í apríl.

Þá munu höfuðstöðvar Olís á sumarmánuðum flytja frá Katrínartúni 2 í Skútuvog 5. Skútuvogur 5 er í eigu Haga. Árleg áhrif á samstæðureikning félagsins verða um 110 milljónir króna frá og með september 2019 að telja.

Hagar högnuðust um um 1,764 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi rekstr­ar­árs fé­lags­ins sem lauk í lok nóv­em­ber. Þá var vöru­sala á fyrstu níu mánuðum rekstr­ar­árs­ins sem hefst í mars 56,255 millj­arður sam­an­borið við 54,1 millj­arða á sama tíma­bili árið áður. Nemur söluaukning því 4%. 

Söluandvirðið er greitt við afhendingu fyrstu eignar og því munu þær eignir sem Hagar selja hafa áhrif á sjóðstreymi þess rekstrarárs sem nú er að ljúka en áhrifin af sölu eigna Olís koma ekki fram í sjóðstreymi fyrr en á nýju rekstrarári.


Tengdar fréttir

Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní

Smærri hluthafar í Högum ætla að setja fram tillögu um margfeldiskosningu til stjórnar Haga á aðalfundi félagsins sem fer fram í júní. Í slíkri kosningu er kosið beint milli einstaklinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×