Viðskipti erlent

Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá mótmælum leigubílstjóra gegn farveitum á Katalóníutorgi í miðborg Barcelona í síðustu viku.
Frá mótmælum leigubílstjóra gegn farveitum á Katalóníutorgi í miðborg Barcelona í síðustu viku. Vísir/EPA
Farveitan Uber segist ætla að hætta að bjóða upp á þjónustu sína í Barcelona eftir að borgaryfirvöld þar samþykktu reglur sem setja fyrirtækinu skorður. Reglurnar voru settar í kjölfar mótmæla leigubílstjóra sem telja Uber kippa fótunum undan sér.

Talsmaður Uber segir að UberX-þjónustan verður ekki lengur í boði í Barcelona á meðan fyrirtækið meti stöðuna. Segist hann vonast til þess að það geti unnið með katalónsku héraðsstjórninni og borgarráðinu að reglum sem séu sanngjarnar fyrir alla, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Samkvæmt nýju reglunum máttu bílstjórar Uber ekki sækja farþega fyrr en að minnsta kosti fimmtán mínútum eftir að farið var bókað.

Leigubílstjórar eru enn í verkfalli í spænsku höfðuborginni Madrid og lokuðu þeir meðal annars einni af helstu umferðaræðum borgarinnar í vikunni. Yfirvöld þar segjast hins vegar ekki ætla að taka upp sömu reglur og í Barcelona.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×