Körfubolti

Ótrúleg hittni hjá körfuboltastrák í Maine

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Fleming.
Andrew Fleming. Getty/Brianna Soukup
Andrew Fleming er ekki þekktasta nafnið í körfuboltaheiminum en það gæti breyst fljótt ætli hann að spila eins og hann gerði í síðasta leik.

Andrew Fleming átti magnaðan leik með Maine háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum og skoraði 38 stig.

Það var þó ekki bara það að hann skoraði 38 stig heldur ótrúleg hittni hans sem vakti mesta athygli.

Fleming nýtti nefnilega 18 af 20 skotum sínum í leiknum sem þýðir 90 prósent skotnýtingu.





Andrew Fleming var með 8 fráköst og 4 stolna bolta auk stiganna 38. Félagar hans í liðinu nýttu samtals aðeins 14 af 42 skotum sínum (33 prósent) og það er óhætt að segja að hann hafi haldið uppi skotnýtingu og stigaskori liðsins.

Meiri en þrettán þúsund sinnum hefur leikmaður tekið 20 skot eða fleiri í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum en Andrew Fleming er sá fyrsti af þeim með 90 prósent skotmýtingu.

Andrew Fleming er á sínu þriðja ári í Maine háskólanum og í vetur er hann með 14,0 stig og 7,1 frákösdt að meðaltali.

Það er fróðlegt að sjá uppganginn í skotnýtingu hans í síðustu leikjum því hann fór út því að nýta aðeins 20 prósent skota í einum leik, í það að nýta 50 prósent skota sinna í næsta leik, í það að nýta 90 prósent skota sinna í sigrinum á UMass Lowell.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×