Erlent

Hafa byrjað að bora í átt að Julen

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi í vikunni
Frá vettvangi í vikunni EPA/DANIEL PEREZ
Björgunarsveitir í Totalan á Spáni byrjuðu í gær að bora í átt að tveggja ára drengnum, Julen Rosello, sem setið hefur fastur í 100m djúpri borholu í sex daga. Guardian greinir frá. Tvenn göng verða grafin, það seinna með handafli.

Julen var á gangi ásamt fjölskyldu sinni nærri bænum Totalán á suður Spáni þegar hann féll ofan í djúpa en þrönga borholu. Björgunarstörf hófust samdægurs en vegna þrengsla borholunnar var ekki unnt að senda mann niður í brunninn. Björgunarsveitir hafa slakað myndavél niður í holuna en hafa ekki komist að drengnum.

Á um 70 metra dýpi þrengist holan mikið og hefur það komið í veg fyrir að hægt hafi verið að koma mat og vatni til Julen Rosello.

Búnaður til þess að bora göng barst á vettvang með vörubílum á föstudaginn. Tvenn göng verða boruð að sögn yfirvalda. Að bora fyrri göngin hófst rétt eftir hádegi í gær og átti framkvæmdin að taka 15 klukkutíma. Eftir að gerð fyrri gangnanna lýkur verður hafist handa við styttri göng til að komast að drengnum. Sú framkvæmd mun taka allt að 20 klukkutíma en sú göng verða grafin með handafli.

„Við höfum einsett okkur að komast að honum eins fljótt og hægt er, löngu vinnudagarnir, þreytan og svefnleysið trufla okkur ekkert,  sagði Angel Vidal sem fer fyrir björgunaraðgerðum. Enn sem komið er hafa engar vísbendingar um að Julen sé á lífi fundist, aðgerðir björgunarsveita ganga þó út frá því að drengurinn sé enn á lífi í borholunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×