Innlent

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín vill að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi beri aukna ábyrgð.
Þorgerður Katrín vill að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi beri aukna ábyrgð. Vísir
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Skýrslan staðfestir í raun það sem Fiskistofa sjálf hefur ítrekað bent á en niðurstaðan er að þröngur kostur geri Fiskistofu erfitt fyrir að sinna eftirlitshlutverki sínu meðal annars með brottkasti. Mannekla og niðurskurður eru einnig á meðal alvarlegra athugasemda í skýrslunni og bent er á að stofnunin hafi ekki burði til að takast á við verkefni sín. Starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent síðustu tíu árin.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í þættinum Sprengisandi í morgun að allir sem vilja ættu að sjá að 22 eftirlitsmenn geti illa sinnt eftirliti þegar um er að ræða fjórtán hundruð skip og 70 þúsund landanir.

„Þetta er mikill áfellisdómur yfir kerfinu. Yfir eftirlitinu og þar enn einu sinni erum við í rauninni rasskellt fyrir að vera sofandi þegar kemur að eftirliti og í rauninni stjórnvöld lenda undir fyrir að vera ekki að gefa Fiskistofu það tækifæri að sinna því eftirliti sem Fiskistofa á að sinna. Þá erum við bæði að tala um brottkastið og viktun,“ segir Helga vala. segir Helga Vala.

Besta fiskveiðiþjóð í heimi



Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur undir þetta og kallar eftir ábyrgð. „Það eru alltaf einstaka  skip og útgerðir sem sjá sér leik á borði og gera þetta og það er algjörlega óviðunandi. Þess vegna hef ég verið að kalla eftir að mínu mati aukinni ábyrgð, festu og forystu af hálfu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að styðja við stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir þennan ófögnuð sem að brotkastið er. Því það er svo gríðarlega mikið undir,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við að við séum við helsta og besta fiskveiðiþjóð í heimi, að hennar mati, og það þarf að passa upp á það orðspor.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×