Enski boltinn

Southgate hrósar Rashford: Ótrúlegir hæfileikar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rashford skoraði annað mark United gegn Brighton um helgina
Rashford skoraði annað mark United gegn Brighton um helgina vísir/getty
Marcus Rashford hefur verið frábær fyrir Mancehster United síðan Ole Gunnar Solskjær tók við stjórn liðsins fyrir jól og það hefur ekki farið framhjá enska landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.

„Þegar þú ert með hugarfar eins og hann og jafn mikla löngun í að verða góður þá nærðu árangri,“ sagði Southgate.

Rashford hefur skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum fyrir United.

„Hann hefur ótrúlega hæfileika, við höfum vitað það í langan tíma. Hann skoraði þrjú mörk fyrir okkur í haust, eftir HM, og hann er að sýna mikið af þroskamerkjum með félagsliði sínu.“

„Hann spilar með mikla trú og það er svo mikilvægt hjá ungum leikmönnum.“

Jose Mourinho spilaði Rashford oft úti á hliðunum en Solskjær hefur sett hann meira í hreinræktuðu framherjastöðuna. Southgate sagði það enn ekki komið í ljós hver besta staða Rashford sé.

„Ég held það sé enn óákveðið. Hann hefur spilað mikið sem nía og hann hefur líka spilað mikið úti til hliðar í þriggja manna framlínu.“

„Í nútíma fótbolta er svo mikilvægt að vera fjölhæfur, sérstaklega í sóknarstöðum,“ sagði Gareth Southgate.


Tengdar fréttir

Rashford getur orðið eins góður og Kane

Marcus Rashford hefur alla burði til þess að verða heimsklassa framherji á borð við Harry Kane að mati bráðabirgðastjóra Manchester United Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×