Enski boltinn

Sjáðu hvernig Man. City komst í hundrað mörkin og Spurs skoraði sigurmarkið í blálokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hver þarf Harry Kane þegar þú ert með Harry Winks. Hér fagnar Harry Winks sigurmarki sínu í gær.
Hver þarf Harry Kane þegar þú ert með Harry Winks. Hér fagnar Harry Winks sigurmarki sínu í gær. Getty/Clive Rose
Manchester City og Tottenham unnu bæði sína leiki í gær en City hélt þar með presunni á Liverpool og Tottenham styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

Eins og alltaf þá er hægt að sjá mörkin úr ensku úrvalsdeildinni inn á Sjónvarpsvef Vísis og það er engin breyting á því eftir þessa viðburðarríku helgi.

Manchester City liðið vann 3-0 útisigur á Huddersfield Town og náði þar með að skora sitt hundraðasta mark á tímabilinu. City-liðið minnkaði forskot Liverpool í fjögur stig og náði ennfremur fjögurra marka forskot á Liverpool í markatölu.

Tottenham er fimm stigum á eftir Manchester City og fjórum stigum á undan Chelsea eftir dramatíska 2-1 útisigur í Lundúnaslag á móti Fulham. Harry Winks skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Vísir býður líka upp á samantekt frá helginni í ensku úrvalsdeildinni og þar á meðal annars flottustu mörkin og flottustu markvörslurnar.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö athyglisverðu myndbönd sem og samantekt frá helgina og leikmann helgarinnar.



Klippa: FT Huddersfield 0 - 3 Manchester City




Klippa: FT Fulham 1 - 2 Tottenham




Klippa: Goals Of The Round




Klippa: Saves Of The Round




Klippa: Player Of The Round




Klippa: Weekend Roundup




Klippa: Sunday Roundup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×