Enski boltinn

Messan: Ekkert mál að vinna liðin fyrir utan topp sex

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rashford hefur verið að spila frábærlega.
Rashford hefur verið að spila frábærlega. vísir/getty
Það var boðið upp á áhugaverða umræðu um Man. Utd í Messunni í gær en liðið hefur verið að heilla Messumenn eins og fleiri upp á síðkastið.

„Það sem maður áttar sig á þegar United fór að verða aftur eins og United er hvað liðin fyrir utan topp sex eru léleg. Það er ekkert mál að vinna þessi lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni í gær.

„United var ekki að nenna þessu síðasta hálftímann en var samt aldrei að fara að klúðra þessum leik. Ef Man. Utd ætlar að ná Meistaradeildarsæti þá er krafa að liðið klári þessi lið fyrir neðan sig.“

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki alveg sammála Hjörvari þarna.

„Ég ætla að fá að vera ósammála. Liðin eru ekkert svona léleg. United er bara hörkulið og liðið er að sýna leik eftir leik hversu frábærir leikmenn þetta eru. Sérstaklega þessir sem leiða sóknarleikinn. Við skulum ekki gera lítið úr United-liðinu.“

Sjá má umræðuna um Man. Utd hér að neðan.



Klippa: Messan um Man. Utd

Tengdar fréttir

Sigurganga Solskjær heldur áfram

Sigurganga Manchester United hélt áfram gegn Brighton í dag þar sem Paul Pogba og Marcus Rashford voru enn og aftur á skotskónum.

Southgate hrósar Rashford: Ótrúlegir hæfileikar

Marcus Rashford hefur verið frábær fyrir Mancehster United síðan Ole Gunnar Solskjær tók við stjórn liðsins fyrir jól og það hefur ekki farið framhjá enska landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×