Fótbolti

Sonný Lára í markinu og Berglind Björg fremst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Briðabliks, spilar sinn fimmta landsleik.
Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Briðabliks, spilar sinn fimmta landsleik. Vísir/Vilhelm
Jón Þór Hauksson, nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur valið fyrsta byjunarliðið sitt en framundan er vináttulandsleikur við Skotland á La Manga

Blikinn Sonný Lára Þráinsdóttir er í markinu frekar en Valskonan Sandra Sigurðardóttir.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er fremst en fyrir aftan hana er þriggja manna lína skipuð þeim Fanndísi Friðriksdóttur, Elínu Mettu Jensen og Öglu Maríu Albertsdóttur.

Á miðjunni eru hinar öflugu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir.

Varnarlínan er líka klassísk en þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir hafa spilað marga landsleiki saman.





Byrjunarlið Íslands á móti Skotum:

Markvörður:

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarlínan:

Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden

Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard

Sif Atladóttir, Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Varnartengiliðir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide

Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Wolfsburg

Sóknartengiliðir

Fanndís Friðriksdóttir, Adelaide

Elín Metta Jensen, Val

Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki

Framherji

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki



Á varamannabekknum

Markverðir

Sandra Sigurðardóttir, Val

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA

Aðrir leikmenn

Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA

Elísa Viðarsdóttir, Val

Guðrún Arnardóttir, Breiðablik

Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07

Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki

Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik

Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik

Rakel Hönnudóttir, LB07

Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×