Erlent

Traust til Pútín ekki mælst minna í 13 ár

Andri Eysteinsson skrifar
Traust til forsetans er hið minnsta í 13 ár.
Traust til forsetans er hið minnsta í 13 ár. Getty/Mikhail Svetlov
Traust rússnesk almennings á forsetanum Vladimir Pútín hefur ekki verið minna í þrettán ár.

Rússneskur almenningur hefur ekki borið minna traust til forsetans, Vladimir Pútín, í þrettán ár. Þetta sýnir ný skoðanakönnun, unnin í Rússland sem Reuters greinir frá.

Skoðanakönnunin sýndi að þrátt fyrir að traust til Pútín væri það minnsta síðan 2006, væri hann enn sá stjórnmálamaður sem Rússar treysta best. 33,4% Rússa sögðust treysta forsetanum en á eftir honum fylgdu varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov með 13,7% og 9,3% traust.

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar hafa væntanlega ekki mikil áhrif á forsetann sem sigraði örugglega kosningar í mars á síðasta ári og tryggði sér sex ár til viðbótar í embætti. Hæst hefur traust til forsetans mælst 71% skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2015.

Þrátt fyrir minnkandi traust til forsetans hefur hann enn mikið fylgi, 60% aðspurðra sögðust myndu kjósa Pútín, fylgi hans er þó langt frá því sem það hefur hæst verið. 2015 sögðust níu af hverjum tíu rússum vera fylgjendur forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×