Innlent

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu: „Þetta er rosa­legt“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi.
Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. Andrea
Andrea Marel, foreldri barns í Háteigsskóla í Reykjavík, var nýbúin að fylgja syni sínum í skólann og beið sjálf í Strætóskýli á leið til vinnu þegar hún tók eftir ökumanni keyra fram hjá grunnskólanum sem hafði nánast ekkert útsýni úr bílnum þar sem flestar rúðurnar voru hrímaðar.

Ökumaðurinn hafði þá ekki hirt um að skafa rúðurnar á bílnum sínum og látið smá gægjugat duga til að sjá fram og aftur fyrir bílinn.

„Ég var fyrir miklum vonbrigðum að sjá ökumenn haga sér svona og sérstaklega í kringum grunnskólann,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu.

Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi.

„Bílstjórinn hefði ekki séð manneskju þó hún hefði hlaupið fyrir bílinn,“ segir Andrea sem vill brýna fyrir fólki að gefa sér tíma í skafa snjóinn af bílnum á morgnanna þó það sé að flýta sér. Það margborgi sig að fara að öllu með gát í umferðinni.

„Þetta er rosalegt“

Andrea deildi ljósmynd af bílnum á Twitter en í ummælaþræðinum skrifar fulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að lögreglan stoppi ökumenn eins og þessa þegar hún nái til þeirra og bætti við „en þetta er rosalegt“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×