Viðskipti innlent

Aftur innkallar Toyota á Íslandi þúsundir bíla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Toyota á Íslandi hefur reglulega þurft að innkalla bifreiðar vegna umrædds galla.
Toyota á Íslandi hefur reglulega þurft að innkalla bifreiðar vegna umrædds galla.
Toyota á Íslandi hefur ákveðið að innkalla alls 2245 bifreiðar vegna loftpúðagalla. Um er að ræða bíla af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018 en í útlistun á vef Neytendastofu eru gerðir og fjöldi bifreiða tíundaðar:

Yaris árgerðir 2015 til 2018, alls 1556 eintök

Hilux árgerðir 2015 til 2018, alls 176 eintök

Auris árgerðir 2003 til 2008, alls 317 eintök 

Corolla árgerðir 2003 til 2008, alls 23 eintök

 

Sem fyrr segir er ástæða innköllunarinnar bilun í loftpúðum bifreiðanna. Innköllunin er liður í alþjóðlegu átaki, sem rekja má til loftpúðaframleiðands Takata. Toyota hefur reglulega á undanförnum árum þurft að innkalla bifreiðar vegna bilunar í Takata-púðum, nú síðast í upphafi nýliðins desembermánaðar.

Á vef Neyendastofu segir að við innköllunina sé skipt um loftpúða eða hluta af honum. Áætlað er að viðgerðin taki allt einni klukkustund til tæpra fimm klukkustunda. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef stofnunarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×