Innlent

Hafnaði á umferðarmerki og braut afturhjól á flótta undan lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Karlmaður og kona voru í bifreiðinni, bæði svipt ökuréttindum og góðkunningjar lögreglu.
Karlmaður og kona voru í bifreiðinni, bæði svipt ökuréttindum og góðkunningjar lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum veitti ökumanni bifreiðar eftirför í síðustu viku eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Elta þurfti ökumanninn alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af.

Karlmaður og kona voru í bifreiðinni en karlinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og konan aldrei öðlast slík réttindi. Í bílnum fundust jafnframt meint fíkniefni auk þess sem ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá fundust ýmsir munir í bílnum sem lögregla telur vera þýfi en fólkið hefur komið við sögu lögreglu að undanförnu.

Fleiri ökumenn hafa jafnframt verið stöðvaðir síðustu daga í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um vímuefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×