Enski boltinn

Meiðslavandræði Tottenham halda áfram: Dele Alli frá fram í mars

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dele Alli vonsvikinn á sunnudaginn.
Dele Alli vonsvikinn á sunnudaginn. vísir/getty
Dele Alli, miðjumaður Tottenham, mun verða frá vegna meiðsla á læri fram í mars eftir að hafa meiðst í leik liðsins um helgina.

Hinn 22 ára gamli miðjumaður þurfti að fara velli í uppbótartíma í dramatískum sigri Tottenham á Fulham þar sem sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

Tottenham staðfesti í gær að eftir skoðun væri það staðfest að Dele Alli væri með meiðsli aftan í læri sem mundu halda honum frá keppni fram í byrjun mars.

Alli mun missa af mikilvægum leikjum. Hann missir af síðari leiknum gegn Chelsea í enska deildarbikarnum, fyrri leiknum gegn Dortmund í Meistardeildinni og útileik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Einnig er óvíst hvort að hann verði kominn til baka er Tottenham spilar síðari leikinn gegn Dortmund og mætir svo Arsenal í nágrannaslag í deildinni. Fari svo að Tottenham fari í úrslitaleik enska deildarbikarsins spilar Dele Alli ekki þar.

Harry Kane er á meiðslalistanum og verður hann einnig frá fram í mars en Moussa Sissoko og Lucas Moura eru einnig á meiðslalistanum. Son Heung-min er svo á Asíuleikunum svo það eru skörð höggvin í lið Tottenham sem er að berjast á mörgum vígstöðvum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×