Innlent

15 milljónir fyrir 10 milljóna króna spildu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vegagerð.
Vegagerð. Fréttablaðið/GVA
Vegagerðinni hefur verið gert að greiða tveimur landeigendum í Bláskógabyggð ríflega 7,8 milljónir króna fyrir eignarnám á spildum úr landi þeirra vegna endurbóta á Reykjavegi milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar.

Að auki þarf Vegagerðin að greiða landeigendunum samtals 3,5 milljónir í málskostnað og greiða 2,4 milljónir í ríkissjóð vegna starfa Matsnefndar eignarnámsbóta sem komst að þessari niðurstöðu.

Í niðurstöðunni felst jafnframt að Vegagerðin þarf að leggja rúmlega 1,7 milljónir króna inn á geymslureikning þar til deila um eignarhald á tilteknu landi er útkljáð. Vegagerðin þarf þannig að leggja út samtals 15,4 milljónir fyrir land sem metið er á 9,6 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×