Erlent

Níu dagar ofan í borholunni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Drengurinn var að leika sér á landareign ættingja í Totalán þegar hann féll ofan í hina hundrað metra djúpu holu sem ekki er nema þrjátíu sentimetrar í þvermál.
Drengurinn var að leika sér á landareign ættingja í Totalán þegar hann féll ofan í hina hundrað metra djúpu holu sem ekki er nema þrjátíu sentimetrar í þvermál. EPA/Daniel Perez
Björgunarfólk vann sinn níunda dag í gær að því að ná hinum tveggja ára Julen Roselló úr borholu á suðurhluta Spánar. Vonast var til þess að ná drengnum upp í gær en sú ósk hafði ekki ræst þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Samkvæmt spænska miðlinum El País var búið að grafa breiðari holu, sjötíu metra djúpa, við hlið borholunnar í gær. Námuverkamenn frá norðurhluta landsins voru komnir á svæðið og áttu að grafa lárétt göng að drengnum en það var ekki hægt þar sem hin nýja hola reyndist of þröng til þess að koma klæðningu ofan í.

Drengurinn var að leika sér á landareign ættingja í Totalán þegar hann féll ofan í hina hundrað metra djúpu holu sem ekki er nema þrjátíu sentimetrar í þvermál. Upphaflega var áætlað að það tæki um fimmtán klukkustundir að grafa aðra holu til að ná drengnum út en vegna þess hve jarðvegurinn er erfiður var búið að grafa í alls 55 klukkustundir í gær.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×