Innlent

Ók á ökukennslubíl

Birgir Olgeirsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað á Seltjarnarnesi.
Áreksturinn átti sér stað á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan handtók síðdegis í gær mann sem hafði ekið bíl sínum framan á annan á Seltjarnarnesi og stungið síðan af. Lögregla náði í skottið á honum og kom í ljós að hann var undir áhrifum auk þess sem ástandi bílsins var verulega áfátt, til að mynda voru dekk hans gjörónýt.

Maðurinn var með höfuðáverka eftir áreksturinn og var hann færður á slysadeild til aðhlynningar. Tveir voru í bílnum sem maðurinn ók á, ökukennari og nemandi hans. Þá sakaði ekki en báðar bifreiðarnar þurfti að fjarlægja. Sjö ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×