Lífið

Myndband af björgunaraðgerð þegar kona féll af hestbaki við Hnausapoll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarga þurfti konunni af hálendinu síðasta sumar.
Bjarga þurfti konunni af hálendinu síðasta sumar.
Yfir sumartímann sendir Slysavarnarfélagið Landsbjörg fjölda manns upp á hálendi Íslands til að sjá um öryggi og veita ferðamönnum aðstoð í óbyggðum.

Í þáttunum Hálendisvaktin á Stöð 2 er fylgst við með hjálparsveitunum allan sólarhringinn og öllum þeim verkefnum sem á vegi þeirra verða.

Þættirnir eru á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20:10 og í síðasta þætti mátti sjá hvernig bregðast þurfti við þegar kona féll af hestbaki við Hnausapoll á hálendinu.

Hér að neðan má sjá hvernig gekk að bjarga konunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×