Handbolti

Óli Gústafs: Erum að spila undir getu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur í vörninni í dag.
Ólafur í vörninni í dag. vísir/getty
„Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði við Tómas Þór Þórðarson eftir tapið gegn Brössum í dag.

„Við byrjuðum illa og einstaklingsmistök út um allan völl. Menn hreinlega að spila undur getu heilt yfir.“

Það var eiginlega sama hvar drepið var niður fæti í leik íslenska liðsins. Það var ekkert nægilega gott í dag.

„Það var eitthvað alls staðar. Ég veit ekki alveg ástæðuna fyrir því að við byrjum svona illa. Við erum svo alltaf að elta. Það bera allir ábyrgð á því að fylla skörðin sem vantaði í. Menn eru þreyttir og þá koma klaufamistökin fram. Það gerðist í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×