Handbolti

Topp þrír listi Basta eftir HM: Kom mér skemmtilega á óvart á þessu móti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar var á topp þremur.
Elvar var á topp þremur. vísir/getty
Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að Elvar Örn Jónsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Gústafsson hafi heilt yfir verið þrír bestu leikmenn Íslands á HM í handbolta en Ísland lauk keppni í gær.

Ísland tapaði síðasta leiknum sínum í gær gegn Brasilíu og endar því í 12. sætinu á HM þetta árið.

„Heilt yfir á mótinu fannst mér Aron, Arnar, Elvar og Óli Gúst vera ofboðslega flottir þegar þeir gátu verið aðeins passívari,“ sagði Sebastian og hélt svo áfram að ræða um Elvar Örn Jónsson sem var að leika á sínu fyrsta stórmóti.

„Hann er á pari við alla þarna. Hann tapaði sáralítið einn á móti einum allt mótið. Ég vil sjá meira koma úr línustöðunni. Í hinum liðunum er mikil hreyfing á línunni og hvort að það sé taktík hjá okkur eða vanti reynslu veit ég ekki.“

„Við þurfum að fá miklu meira út úr línuspilinu og ef að þetta er taktíkin þá er það þannig en ef þetta er ekki taktíkin þá þarf að finna línumenn sem er hreyfanlegri.“

Þegar kom að því að velja á topp þrír listann yfir bestu leikmenn Íslands á mótinu lá sérfræðingurinn ekki á svörum.

„Ég verð að segja að Elvar kom mér skemmtilega á óvart á þessu móti. Mér fannst hann eiga flestar góðar frammistöður í mótinu. Vörn og sókn. Bara mjög heilsteypt heilt yfir.“

„Arnór er þarna klárlega og það er rosaleg óheppni að missa hann úr liðinu. Sérstaklega í ljósi þess að það er mikil stemning og barátta í kringum hann sem smitar út frá sér.“

„Svo myndi ég einnig nefna Ólaf Gústafsson. Þessir þrír fannst mér standa upp úr. Það voru margir sem áttu rosalega flotta kafla. Gísli var frábær gegn Makedóníu en mér fannst hann í erfiðleikum eftir það.“

„Um leið og það var búið að kortleggja hann þá var ekkert pláss fyrir hann. Hann reyndi mikið og kannski er það hlutverk að fara maður á mann en mér finnst boltinn flæða illa í gegnum hann.“

„Ég myndi segja klárlega að Ólafur, Elvar og Arnór hafi staðið upp úr en allir aðrir áttu mjög góða spretti inn á milli líka, “


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×